Tóku við tíu Renault Zoe

Hluti rafbílanna Renault Zoe sem afhentir bvoru nýjum eigendum sl. …
Hluti rafbílanna Renault Zoe sem afhentir bvoru nýjum eigendum sl. föstudag.

Tíu nýir rafbílar af gerðinni Renault Zoe voru afhentir eigendum sínum fyrir helgi, bæði einstaklingum og fulltrúum fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, sem keyptu meirihluta bílanna.

Aðeins er rúm vika frá því bílaumboðið BL kynnti franska rafbílinn í fyrsta sinn, en hann er sá mest seldi í Evrópu á liðnu ári. Renault uppfærði nýlega rafhlöðu bílsins og samkvæmt stöðluðum mælingum  er uppgefin drægi hennar nú um 400 km.

Að meðaltali gæti dragið verið í kringum 270 km árið um kring við íslenskar aðstæður og rúmlega 300 km við bestu aðstæður á sumrin, að sögn BL.

BL býður úrval hreinna rafmagnsbíla en einnig tengitvinnbíla þar sem rafmagn er annar tveggja orkugjafjanna. Fyrirtækið býður um þessar mundir sex gerðir hreinna rafmagnsbíla, bæði fólksbíla og sendibíla. Í fólksbílalínnunni eru Renault Zoe, Nissan Leaf, BMW i3 og Hyundai Ioniq sem væntanlegur er á næstu vikum. BL býður svo tvo hreina rafmagnssendibíla, Renault Kangoo og Nissan E-nv200. Sá síðarnefndi fæst einnig með sætum fyrir sjö manns sem hentar bæði barnmörgum fjölskyldum og til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

mbl.is