Lexus IS beygir krappast

Lexus IS er með minnsta beygjuradíusinn.
Lexus IS er með minnsta beygjuradíusinn.

Hvaða stallbakur þarf minnst svigrúm til að snúa við? Með öðrum orðum, hver er með minnsta beygjuþvermálið?

Þessum spurningum hafa rannsóknarmenn franska bílaritsins Auto Plus svarað með ítarlegum mælingum á beygjufimi tuga bílamódela. Svörin yfir 30 bestu útkomurnar er að finna í vikublaði þessu sem út kom 17. febrúar sl.

Liprastur allra reyndist Lexus IS með 10,9 metra snúningsrými og mælist því meðfærilegastur. Á hæla hans komu tveir ólíkir bílar; stallbróðirinn Lexus GS og Skoda Octavia með 11,0 metra beygjuhaf.

Með fjórða minnsta snúningsrýmið reyndist Mercedes Classe C eða 11,2 metra. Alfa Romeo Giulia og Hyundai i40 gáfu honum lítt eftir með sína 11,3 metra. Þar á eftir reyndust fjórir bílar með 11,4 metra beygjuhaf eða Opel Insignia, Renault Talsiman (4Control), Toyota Avensis og Volkswagen Passat CC.

Að öðru leyti varð niðurstaða mælingarinnar sem hér segir:

11,5 Kia Optima

11,6 Mercedes Benz Classe E

11,7 Audi A4

11,7 Jaguar XE

11,7 Skoda Superb

11,7 VW Passat

11,8 BMW 3-serían

11,8 DS 5

11,8 Subaru Legacy

11,9 BMW 5-serían

11,9 Ford Mondeo

12,0 Audi A6

12,0 Jaguar XF

12,0 Mazda 6

12,1 Mercedes Classe C

12,3 Maserati Ghibli

12,3 Peugeot 508

12,3 Renault Talisman

12,3 Volvo S90

12,4 Citroën C5

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: