Volkswagen afhendir metfjölda atvinnubíla

Atvinnubíladeild þýska bílsmiðsins Volkswagen afhenti á fyrsta ársfjórðungi, janúar til mars, fleiri bíla en nokkru sinni áður á sama tímabili. Eintökin voru 121.800 sem er 8,0% aukning frá árinu áður.

Í heildina afhenti VW 86.600 atvinnubíla til Vestur-Evrópu sem er 11,1% aukning frá í fyrra, og 9.100 til Asutur-Evrópu sem er 13,9% aukning. Þá voru afhent 54,8% eintök í Norður-Ameríku eða sem nemur 2.700 bílum.

Þessu til viðbótar voru eintökin 53.600 sem afhent voru í mars líka met fyrir þann mánuð frá upphafi. Marsmet var einnig sett fyrir afhendingu atvinnubíla í sjálfu Þýskalandi eða 13.300 eintök sem er 26,3% aukning.

Alls afhenti VW 31.100 atvinnubíla í Þýskalandi á umræddum ársfjórðungi sem er 10,6% aukning. Í mörgum öðrum Evrópulöndum voru afhent fleiri atvinnutæki en áður í janúar til mars. Aukningin var 24% í Frakklandi eða 5.700 eintök, 18,6% í Spáni eða 3.700 eintök, 11,9% í Bretlandi eða 13.300 eintök og 8,1% á Ítalíu eða 3.100 eintök.

Sé afhendingunum skipt niður á módelgerðir voru 50.600 af svonefndri T-módellínu, 42.400 af Caddy-línunni, 18.300 af Amarok-línunni og 10.500 af Crafter-línunni.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: