Sýning hjá Íslensk-Bandaríska

Dodge Durango.
Dodge Durango. Ljósmynd/Dodge.com

Blásið verður til stórrar sýningar á bílum frá Jeep, Dodge og Ram hjá bílaumboðinu Íslensk-Bandaríska á morgun, laugardag.

Jeppinn Jeep Grand Cherokee Laredo verður sýndur og einnig Jeep Grand Cherokee í Overland og Summit-útfærslum.  Einnig verða Jeep Renegade og Jeep Cherokee sýndir og boðið verður upp á reynsluakstur.

Frá Dodge verður Dodge Durango GT frumsýndur, sem er stór sjö manna jeppi með 3,6 lítra 290 hestafla bensínvél með 8 þrepa skjálfskiptingu og fáanlegur í tveimur útfærslum, GT og GT Premium.

Þriðja frumsýningin er á  Ram 3500 en hann er einn öflugasti pallbíllinn á markaðnum með mikla toggetu sem kemur frá hinni kunnu 6,7 lítra og 385 hestafla Cummins-díselvél. Sýndir verða bílar í Laramie og Limited útfærslum. 

GG Sport verða á staðnum og kynna Islander Sit-On-Top-kajakana.

Sýningin er verður opin á milli kl. 12 og 17. 

mbl.is