Fyrsti Ram pallbíllinn afhentur hjá Ís-Band

Íslensk-bandaríska bifreiðaumboð afhenti á dögunum fyrsta Ram pallbílinn eftir að fyrirtækið varð opinber innflutnings- og þjónustuaðili fyrir Ram Trucks á Íslandi.

Bifreiðin sem afhent var, er Ram 3500 Limited með 6,7 lítra og 385 hestafla vél og 6 gíra sjálfskiptingu.  

Kaupandi bifreiðarinnar, Sigurður Ingólfsson bóndi  á Gröf í Eyjarfirði var að vonum hæst ánægður með bifreiðina, en það var Októ Þorgrímsson stjórnarformaður Íslensk-Bandaríska sem afhenti Sigurði bifreiðina, segir í tilkynningu.

Ram pallbíla er hægt að fá í SLT, Laramie og Limited útfærslum og kosta frá  6.282.258 án virðisaukaskatts, en 7.790.000 kr. með virðisaukaskatti.

Ram pallbílar eru til sýnis og sölu hjá Íslensk-Bandaríka að Þverholti 6 í Mosfellbæ.

mbl.is