Stórafmæli Ferrari fagnað í London

Hluti Ferrarifákanna 70 í London.
Hluti Ferrarifákanna 70 í London.

Eigendur sportbíla af gerðinni Ferrari streymdu til London um helgina til að halda upp á sjötugsafmæli ítalska bílsmiðsins.

Alls mættu 70 Ferrarifákar til leiks og óku í fylkingu um götur borgarinnar og lögðu síðan í stæði í miðborginni. Þaðan héldu þeir síðar út úr borginni til afmælisfagnaðar.    

Af einstökum gerðum voru fjölmennust módelin 458 Italia og 488 GTB en nokkra afar fágæta bíla var að finna þarna á meðal. Má þar nefna F12tdf sem knúinn er 6,3 lítra og 769 hestafla V12-vél. Kostar hann í Bretlandi jafnvirði 47 milljóna króna.  

Ennfremur var að finna í þessu óvenjulega bílasafni 575M SSuperamerica en aðeins 559 slíkir voru smíðaðir. Þá vakti einnig mikla athygli 550 GTZ Zagato, afar fágætur bíll sem byggður var að hluta á 575M-bílnum.

Hér gefur að líta stórt myndasafn frá Ferrarisamkomunni í London.

mbl.is