Amman gómuð á 238 km hraða

Belgískar ömmur eru ekkert blávatn þegar hraðskreiðir bílar eru annars vegar, ef marka má framferði einnar 79 ára gamlar belgískrar frúr í umferðinni.

Hin frá amma var dregin fyrir dómara í síðustu viku eftir að Porsche Boxster GTS bifreið hennar sýndi 238 km/klst ferð í hraðamælum umferðarlögreglunnar.

Að sögn blaðsins Gazet Van Antwerpen ætlaði dómarinn við dómstólinn í Namur vart að trúa sínum eigin augum er ökuþórinn var leiddur fyrir hann. Aldur ömmunnar brotlegu kom honum mjög á óvart og spurði hann hana hvort hún hafi virkilega verið undir stýri á þessum mikla hraða á hraðbraut að kvöldi til.

Hún gaf þá skýringu að hún hafi ómulega getað sofnað og því drifið sig í bíltúr til að „tæma hugann“. Sagðist hún ekki hafa fundið fyrir hraðanum, enda farartæki hennar af þeirri gerð að mikið geti verið til í þeirri skýringu hennar.

Amman hraðskreiða slapp þó ekki með áminningu, heldur var hún dæmd til að borga 4.000 evrur, tæpa hálfa milljón krónur, í sekt. Jafnframt var hún svipt ökuleyfi til þriggja mánaða, en hvort tveggja þykja létt viðurleg miðað við alvarleika brots hennar.

mbl.is