Þúsundir dauðsfalla vegna VW-hneykslis

AFP

Útblásturshneykslið sem kennt er við Volkswagen, svonefnt „Dieselgate“, er helsta orsök 5.000 ótímabærra dauðsfalla í Evrópu. Viðurkenndi VW árið 2015 að hafa komið fyrir búnaði í dísilbílum til að blekkja mengunarmæla.

Árlega deyja um 10.000 manns í Evrópu vegna örefna í andrúmsloftinu sem stafa frá útblæstri léttra dísilbíla (LDDV), samkvæmt nýrri rannsókn. Um helmingur þessara dauðsfalla má rekja til dísilbíla með blekkingarbúnaðinn um borð, sem ætlað var að láta líta út fyrir að bílarnir væru mun vistvænni en raunin var.

Fyrir rannsókninni stóð stofnunin International Institute for Applied Systems Analysis. Greint er rfá niðurstöðum hennar í tímaritinu Environmental Research Letters. Þar kemur fram að koma hefði mátt í veg fyrir þúsundir dauðsfalla á ári hefðu hættuleg nituroxíðasambönd verið  losuð í minna magni en var.

mbl.is