35 tilnefningar til „heimsbíls ársins“

Jaguar F-Pace í reynsluakstri í Reykjavík fyrr á árinu.
Jaguar F-Pace í reynsluakstri í Reykjavík fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Birtur hefur verið listi yfir bíla sem tilnefndir hafa verið til viðurkenningarinnar „Heimsbíll ársins“. Flestir hinna 35 tilnefndu bíla eru hannaðir og smíðaðir í evrópskum bílsmiðjum.

Í ár varð Jaguar F-Pace hlutskarpastur en lúxusbílasmiðurinn segist ekki geta varið titilinn 2018 þar sem E-Pace og I-Pace módelin verða ekki fáanleg á öllum mörkuðum heims í tæka tíð fyrir veitingu verðlaunanna á bílasýningunni í New York 28. mars nk.

Í dómnefnd verðlaunanna eiga sæti rúmlega 80 bílablaðamenn um heim allan. Í nóvember  reynslukeyra þeir bílana sem tilnefndir eru í sex flokkum verðlaunanna og velja hina útvöldu í leynilegri kosningu í janúar nk.

Á bílasýningunni í Genf í byrjun mars verður skýrt frá því hvaða bílar höfnuðu í þremur efstu sætunum í hverjum flokki en að öðru leyti verður haldið kyrfilega leyndu þar til í New York í hvaða sætum hver og einn hafnaði.

Flokkarnir sex eru „heimsbíll ársins“, lúxusbíll ársins, afkastabíll ársins, vistvænsti bíll ársins,  borgarbíll ársins og bílhönnun ársins.

Listinn yfir hina tilnefndu bíla er annars sem hér segir:

Heimsbíll ársins:
Alfa Romeo Giulia
Alfa Romeo Stelvio
BMW X2
BMW X3
Buick Regal / Opel/Vauxhall Insignia
Citroën C3 Aircross
Dacia Duster
Ford Fiesta
Genesis G70
Honda Accord
Hyundai Kona
Jeep Compass
Kia Niro
Kia Picanto
Kia Stinger
Kia Stonic
Land Rover Discovery
Mazda CX-5
Mitsubishi Eclipse Cross
Nissan LEAF
Nissan Micra
Peugeot 3008
Range Rover Velar
Renault Koléos
SEAT Ibiza
Skoda Karoq
SsangYong Rexton G4
Subaru XV/Crosstrek
Suzuki Swift
Toyota Camry
Volkswagen Polo
Volkswagen T-Roc
Volkswagen Arteon
Volvo XC60
Volvo XC40

Lúxusbíll ársins:
Audi A8
BMW 6 Series Gran Turismo
Lexus LS
Porsche Cayenne
Porsche Panamera

Afkastabíll ársins:
Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio
Audi RS 3 Sedan
Audi RS 5 Coupé
BMW M5
Ferrari Portofino
Honda Civic Type R
Hyundai i30N
Lexus LC 500
Renault Alpine A110
Volkswagen Polo GTI

Vistvænsti bíll ársins:
BMW 530e iPerformance
Chevrolet Cruze Diesel
Chrysler Pacifica Hybrid
Hyundai FE
Nissan LEAF

Borgarbíll ársins:
Ford Fiesta
Hyundai Kona
Kia Picanto
Kia Stonic
Nissan Micra
SEAT Ibiza
Suzuki Swift
Volkswagen Polo

Bílhönnun ársins:
Allir ofangreindir bílar eru gjaldgengir til verðlaunanna „bílhönnun ársins“. Tveir bílar að auki hafa verið tilnefndi til þeirra:
BMW i8 Roadster
Lamborghini Urus

mbl.is