Tesla segir hundruð starfsmanna upp

Miklir örðugleikar hafa verið í byrjun raðsmíði Tesla Model 3.
Miklir örðugleikar hafa verið í byrjun raðsmíði Tesla Model 3.

Bandaríski rafbílasmiðurinn á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Vegna gríðarlegra tafa við smíði nýjasta bílsins, Model 3, valda þessu og útlit þykir fyrir að afköstin aukist ekki alveg í bráð.

Milli 400 og 700 starfsmenn af um 33.000 fá uppsagnarbréf þessa dagana. Eru það bæði starfsmenn í sjálfri bílsmíðinni, í söludeild og í stjórnunarstörfum.    

Þrátt fyrir að geta veifað pöntunarlista frá 450.000 kaupendum Model 3 bílsins tókst Tesla einungis að smíða 260 bíla á síðasta ársfjórðungi. Í ætlunum hafði fyrirtækið sett sér sem markmið að smíða 1.500 bíla á fjórðungnum.

Elon Musk, stofnandi og aðalstjórnandi Tesla, hét fjárfestum nýlega að takast mundi að koma afköstum bílsmiðjunnar í 10.000 eintök  á viku þannig að framleiðslan myndi ná alls 100.000 eintökum við næstu áramót, þar með taldir önnur módel eins og S og X. Þá sagðist Tesla í byrjun mánaðarins vongótt um að geta brotið upp flöskuhálsa í smíði Model 3 en hefur engar endurskoðaðar áætlanir um smíðina birt enn sem komið er.

Model 3 er ódýrasti framleiðslubíll Tesla en hann mun kosta um 30-35.000 dollara á götuna í Bandaríkjunum.  

mbl.is