Gefa konum í Sádi-Arabíu bíla

Margir hafa orðið til að óska konum í Sádi-Arabíu til hamingju með nýfengið leyfi til að aka bíl. Enginn gengur jafn langt í því efni og franski bílsmiðurinn Renault.

Renault hefur ákveðið að gefa fyrstu sjö konunum sem framvísa ökuskírteini sínu í umboðinu í Sádi-Arabíu bíl hverri og einni. Það verður ekki bíll af verri endanum, heldur smájeppinn Renault Captur.

Captur er tímamótabíll í sögu Renault þar sem hlutfall karla og kvenna í hönnunarsveitum hans var jafnt.

Þann 25. september síðastliðinn aflétti Abdullah konungur banni við því að konur séu undir stýri bifreiða. Konungleg tilskipun hans kveður á um, að bílabannið komi til framkvæmda 24. júní á næsta ári. Ákvörðun konungs hefur þegar leitt til þess að stofnaðir hafa verið nýir ökuskólar í ríki hans.

mbl.is