BMW selt meira en tvær milljónir bíla á árinu

Rafmagnsbíllinn BMW i3 er orðinn einn mikilvægasti bíllinn í BMW-fjölskyldunni.
Rafmagnsbíllinn BMW i3 er orðinn einn mikilvægasti bíllinn í BMW-fjölskyldunni.

Í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins náði BMW þeim árangri að selja meira en tvær milljónir nýrra bíla fyrstu tíu mánuði ársins. Um síðustu mánaðamót höfðu 2.008.849 bílar verið afhentir viðskiptavinum á mörkuðum heimsins sem er 3,4% aukning frá fyrra ári.

Þar af seldist 197.601 bíll í októbermánuði sem er lítils háttar aukning frá sama mánuði 2016 þrátt fyrir smávægilegt mótlæti á stærstu mörkuðunum og þrátt fyrir að ný kynslóð hins afar vinsæla X3 sé rétt handan við hornið hjá söluaðilum BMW þar sem viðskiptavinir bíða spenntir eftir að sjá og prófa nýja bílinn. Raunar jókst salan á öllum helstu gerðum BMW í október, svo sem á X1, BMW 5, 7 Series og rafmagnsbílnum i3 sem er að verða einn allra mikilvægasti bíllinn fyrir BMW.

BMW Group framleiðir níu rafknúnar bílgerðir (bæði hreina rafmagnsbíla og bíla með rafmótor og sprengihreyfli) og býður enginn bílaframleiðandi jafn fjölbreytt úrval þess konar bíla og BMW. Sala þessara bíla fyrstu tiu mánuðina var 63,% meiri en á sama tímabili 2016, en alls hafa yfir 78 þúsund bílar verið afhentir það sem af er árinu.

Samkvæmt tilkynningu frá óháðu greiningarfyrirtæki (IHS/POLK) er BMW leiðandi bílaframleiðadi á heimsvísu þegar kemur að framleiðslu og sölu á rafmagnsbílum og tengitvinnbílum. Á einstökum markaðssvæðum er forysta BMW á þessu sviði lang mest í Þýskalandi og Evrópu.

mbl.is