Bílaumferðin slær met

Umferðin hefur aukist í Reykjavík og nágrenni með auknum teppum.
Umferðin hefur aukist í Reykjavík og nágrenni með auknum teppum. mbl.is/RAX

Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að slá fyrri met. Til dæmis var hún rúmlega 9% meiri við þrjá teljara Vegagerðarinnar í október en í sama mánuði í fyrra.

Þá er samanlögð bílaumferð við þessa teljara um 29% meiri á fyrstu tíu mánuðum ársins en hún var 2012.

Aukin umferð fylgir fjölgun bifreiða. Alls eru nú skráðar 256.500 fólksbifreiðar á landinu og eru það um 16.000 fleiri en í ársbyrjun.

Þá eru um 150.300 fólksbifreiðar skráðar á höfuðborgarsvæðinu, eða um 25 þúsund fleiri en 2012, að því er fram kemur í fréttaskýringu um umferðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: