Toyota styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi (til vinstri), og Bjarni …
Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi (til vinstri), og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, við afhendingu bifreiðarinnar.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur fengið í hendur nýja Proace-sendibifreið frá Toyota á Íslandi. Bifreiðin verður notuð í fjölþættum verkefnum hjálparstarfsins á Íslandi og nýtist ekki síst nú þegar mest er að gera fram að jólum.

Við erum afar þakklát fyrir stuðning Toyotoa á Íslandi en nýja sendibifreiðin kemur í stað eldri bifreiðar sem Toyota gaf Hjálparstarfinu árið 2008.

Bíllinn mun nýtast vel í ýmsum útréttingum en fyrir jólin er mikið að gera og margt að sækja og senda. Fyrir síðustu jól fékk 1.471 fjölskylda eða um 4.000 einstaklingar um allt land aðstoð og reiknum við með svipuðum fjölda í ár,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, þegar hann tók við lyklum að bifreiðinni frá Páli Þorsteinssyni, upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi.

 

mbl.is