Bjallan líklega rafmögnuð

Nýja Bjallan gengur líkast til í endurnýjun lífdaga sem rafbíll, …
Nýja Bjallan gengur líkast til í endurnýjun lífdaga sem rafbíll, en hér er 2017-módelið á ferð.

Stjórn Volkswagen-fyrirtækisins (VW) er um þessar mundir að fjalla um áætlanir sem fela í sér að bjóða upp á Bjölluna sem rafbíl með drifi á afturhjólum. Yrði þetta undanfari frekari rafvæðingar smíðisflota VW.  

Samkvæmt framtíðaráætlunum Volkswagen áformar þýski bílsmiðurinn að koma með 30 ný rafbílamódel á markað á næstu tíu árum.

Bjallan hefur átt erfitt uppdráttar og orðrómur verið á kreiki um að VW áformaði að hætta smíðinni. Nú virðist hins vegar sem henni verði haldið gangandi en þá einungis sem rafbíll.
 
Rafbíllinn yrði frumherji fjórðu kynslóðar hinnar nýju Bjöllu og allar líkur eru á að hann verði smíðaður upp af MEB-undirvagninum svonefnda, eins og allt að 15 ný rafbílamódel sem eru á teikniborðum Volkswagen, en aðeins fimm þeirra kæmu þó á götuna undir merkjum VW.  

Stjórnarformaðurinn Herbert Diess segir við enska bílablaðið Autocar, að rafútgáfa Bjöllunnar yrði mun betri bíll en núverandi Bjalla og með vélina í skottinu og afturhjóladrifs yrði hann sögulega nær upprunalegum Bjöllunum frá Volkswagen, sem fyrst komu á götuna árið 1938.

Fyrstu eintökum núverandi Bjöllu var ýtt af færiböndum í fjöldaframleiðslu árið 1997. Vélin er framan í honum og drifið á fremri öxli. Rafbíllinn verður að öllum líkindum smíðaður á sama undirvagni og Volkswagen Golf.

Diess gefur einnig til kynna í samtalinu, að hreinn rafbíll af gerðinni Type 181 sé í pípunum. Þessi bíll er betur þekktur í Bandaríkjunum sem smájeppinn Thing.

Volkswagen vegur nú og metur að bjóða smájeppann Type-181 sem …
Volkswagen vegur nú og metur að bjóða smájeppann Type-181 sem rafbíl.
Nýja Bjallan gengur líkast til í endurnýjun lífdaga sem rafbíll.
Nýja Bjallan gengur líkast til í endurnýjun lífdaga sem rafbíll.
mbl.is