Rafjeppinn IMx getur séð um sig sjálfur

Japanski bílsmiðurinn Nissan, sem er að hluta til dótturfélag Renault, sýndi hugmynd að rafknúnum jepplingi á nýafstaðinni bílasýningunni í Tókýó.

Bíllinn var kynntur undir heitinu Nissan IMx en hann er með drif á öllum fjórum hjólum og dregur 600 kílómetra á fullri rafhleðslu.

Ekki nóg með það því jepplingurinn verður fær um að sjá sjálfur um aksturinn. Hann er sagður gefa innsýn í það hvers sé að vænta frá Nissan í framtíðinni hvað snjallsamgöngur varðar og hvernig bílsmiðurinn hyggst nálgast þær. Ganga þær út á að áætla hvernig bílar eru eknir og samþættast samfélaginu.

Búa til betra samband bíls og ökumanns

Því er Nissan IMx þróaður á þann veg að styrkja samband bíls og ökumanns sem nánast og til að veita örugga og gagnlega akstursánægju. Er það ætlun Nissan að breyta hinu daglegu lífi ökumanns og eiganda til hins betra, eins og þar segir.

Afköst aflrásarinnar verður ákjósanleg, en á báðum öxlum verður komið fyrir rafmótorum sem skila 320 kílóvatta orku og 700 Newtonmetra togi til allra hjólanna fjögurra. Nýr og afkastamikill rafgeymir með mikla hleðslu verður í bílnum, sem sagður er bjóða upp á allt að 600 kílómetra drægi og eyða ætti þar með allri hræðslu til lengri ferðalaga á þessum bíl. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina