Velheppnuð forsýning T-Roc

Hekla frumsýndi sportjeppann Volkswagen T-Roc sem féll í kramið hjá sýningargestum og hlaut jákvæðar undirtektir.

„Og bílablaðamaður sló því fram á dögunum eftir vel heppnaðan reynsluakstur að með T-Roc sé kominn fram einn albesti jepplingur sem framleiddur er um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Heklu.

Kaupendur hafa nokkurt val um búnað bílsins og útlit. Hið sama er að segja um útfærslu innanrýmisins. „Í Volkswagen T-Roc er einstaklingsmiðuð hönnun í fyrirrúmi sem gefur þér kost á að gera bílinn einstakan á þinn hátt,“ segir í tilkynningunni.

T-Roc fæst bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, beinskiptur og sjálfskiptur. Vélaúrvalið spannar allt frá 115 hestafla þriggja strokka vél upp í 190 hestafla bensínvél. Hann er búinn nýjustu tækni og búnaði og er fáanlegur í sautján litum, með hvítu eða svörtu þaki.

„Við höfum fundið gríðarlega mikinn áhuga fyrir nýja sportjeppanum T-Roc en þarna er mögulega kominn fram skemmtilegasti kosturinn í sínum flokki og ekki skemmir verðið fyrir. Við erum afskaplega ánægð með hvernig til tókst á forsýningunni en húsið troðfylltist á mettíma. Við höfum nú þegar fengið nokkra bíla til landsins og hvetjum fólk til að hafa samband og panta reynsluakstur því ekkert jafnast á við að prófa af eigin raun,“ segir Jóhann Ingi Magnússon hjá Volkswagen.

mbl.is