Ríkið festir kaup á sjö rafbílum

Nissan Leaf hinn nýi.
Nissan Leaf hinn nýi.

Á haustmánuðum buðu Ríkiskaup út innkaup á sjö rafmagnsbílum fyrir hönd fimm ríkisstofnana. Tilboð bárust frá þremur seljendum en tilboði var tekið frá BL í Nissan Leaf.

Þær stofnanir sem tóku þátt að þessu sinni voru ÁTVR, Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Tollstjóri. Bifreiðarnar verða afhentar stofnununum á næstu vikum.

Fram kemur í frétt á vef Ríkiskaupa að vaxandi áhugi sé hjá stjórnendum og rekstraraðilum ríkisstofnana að auka vægi vistvænni bifreiða í þjónustu þeirra. Þannig séu jafnt og þétt að aukast kaup á rafmagns- og hybridbifreiðum, fólksbifreiðum, sendibifreiðum og jepplingum. Í dag eru um 4,5% af bifreiðaflota ríkisins vistvænar bifreiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: