Honda með sportbíl framtíðarinnar

Honda sýndi sportbíl framtíðarinnar á bílasýningunni nýafstöðnu í Tókýó. Hann er rafknúinn og gengur undir vinnsluheitinu Honda Sports EV.

Þrátt fyrir að Honda tefli þessum forvitnilega bíl fram á sýningunni er afar lítið vitað um hann og tæknilegar útskýringar. Hefur Honda haldið að sér höndum við kynningu á bílnum.

Útlit bílsins liggur þó alltjent fyrir og einnig það að hann verður hreinn rafbíll. Mun mjög byggt á gervigreind í honum. Hvort það sé undanfari sjálfaksturs hefur ekki verið tilkynnt um af eða á.

Honda Sports EV mun nokkurn veginn í sömu stærðarhlutföllum og hinn sívinsæli Mazda MX-5. Orðrómur segir að rafgeymar hans verði í minna lagi og dugi til 250 km aksturs. Hér virðist annars um fágaðan bíl að ræða og mun þróaðri en fyrri rafbílar Honda. Í raun má segja að útlitið beri keim af fortíðarhyggju. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: