Opel Corsa útnefnd bestu kaupin

Rafmagnaður Opel Corsa er að gera góða hluti í Evrópu.
Rafmagnaður Opel Corsa er að gera góða hluti í Evrópu.
<span>Nú á dögunum hlaut Opel Corsa titilinn „Bestu bílkaup Evrópu 2020“, en að valinu standa blaðamannasamtökin Autobest.</span> <span>Aðild að samtökunum eiga bílablaðamenn frá 31 Evrópulandi en þau voru stofnuð árið 2000 og voru framan af samtök bílablaðamanna í austanverðri Evrópu. <br/></span>

<span>Fimm bílamódel komust alla leið í úrslit þar sem þau gengu í gegnum sérstakar prófanir Autobest. Rafbíllinn Opel Corsa stóð uppi sem sigurvegari með flest gæðastigin.</span>

<span>Þegar úrslitin voru kynnt var haft eftir Ilia Seliktar, forseta dómnefndar: „Allir bílarnir sem komust í úrslitin eru verðugir fulltrúar fyrir þau gæði sem bestu bílar Evrópu standa fyrir. Dómnefndin var þó sammála um að Opel Corsa skyldi hljóta titilinn.“</span>

<span>Að sögn Benedikts Eyjólfssonar forstjóra Bílabúðar Benna er 100% rafmagnaður Opel Corsa væntanlegur í hús á nýju ári.</span>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka