Sjálfsagt að einkabíllinn stoppi

Þessi stoppistöð er orðin að miklu deilumáli.
Þessi stoppistöð er orðin að miklu deilumáli. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Þetta er ekki þreng­ing, það er í raun verið að bæta flæði og bæta flutn­ings­getu með því að hafa tvö­fald­an hjól­reiðastíg eft­ir Miðbakk­an­um. Þó að einka­bíll­inn þurfi að stoppa í ör­skamma stund er það full­kom­lega sjálf­sagður hlut­ur,“ segir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs, og vísar í máli sínu til framkvæmda Reykjavíkurborgar við Geirsgötu í miðbænum.

Er þar verið að setja upp stoppistöð Strætó og hefur talsverða athygli vakið að ekki er gert ráð fyrir útskoti. Þetta veld­ur því að stræt­is­vagn­ar munu þurfa að stoppa á miðri ak­braut til að hleypa farþegum sín­um inn og út úr vagn­in­um, með fyr­ir­séðum töf­um á um­ferð.

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hefur nú sent borgarstjóra bréf þar sem þess er krafist að framkvæmdinni verði breytt eða að hætt verði alveg við stoppistöðina. Segja Seltirningar framkvæmdina brot á samningi milli sveitarfélaganna.

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina