„Hver er þín afsökun?“

Marta Sigrún er ein læknanemanna sem standa að baki verkefninu.
Marta Sigrún er ein læknanemanna sem standa að baki verkefninu.

Kvenkynslæknanemar á öðru ári við Háskóla Íslands og velunnarar Krabbameinsfélagsins leika aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu frá Krabbameinsfélaginu. Þar fara þær yfir hefðbundnar afsakanir fyrir því að konur mæti ekki í leghálssýnatöku og fræða áhorfandann um ferlið að baki krabbameinsleitinni.

 „Öllum konum á aldrinum 23 til 65 ára er boðið reglulega í þessa skoðun,“ segir Marta Sigrún jóhannnsdóttir einn af læknanemunum sem þátt tóku í gerð myndbandsins en hún er jafnframt í stjórn Ástráðs, forvarnarfélags læknanema.

„Leghálssýnataka er ótrúlega einföld og sársaukalaus rannsókn sem er gerð á Leitarstöðinni, hjá kvensjúkdómalæknum og á sumum heilsugæslum,“ segir Marta og bendir á að mörg stéttarfélög taki þátt í kostnaðinum við leghálssýnatöku hjá sínum félagsmönnum.  „Árið 2011 var byrjað markvisst að bólusetja stelpur fyrir tveim stofnum af HPV veirunni. Það er algengur og alvarlegur misskilningur að halda að bólusetningin komi í veg fyrir að viðkomandi geti fengið leghálskrabbamein, svo er alls ekki,“ segir Marta. Hún segir bólusetningu minnka líkurnar á því að konur fái leghálskrabbamein en engu að síður sé skoðunin nauðsynleg þar sem bóluefnið veitir ekki fulla vörn.

Í myndbandinu kemur fram að hátt í 20 konur greinist með leghálskrabbamein árlega hér á landi. Leghálssýnataka er eina leiðin til að greina frumubreytingar í leghálsi en mikilvægt er að hægt sé að grípa inn í strax greinist krabbamein enda getur greining í tæka tíð skilið milli lífs og dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler