Fleiri konur stela en karlar

Í febrúarmánuði breyttust kynjahlutföllin í þjófnaði þegar konur voru í …
Í febrúarmánuði breyttust kynjahlutföllin í þjófnaði þegar konur voru í meirihluta þeirra sem brutu af sér. mbl.is/RAX

Í febrúar síðastliðnum varð kúvending í kynjahlutföllum í málum tengdum þjófnaði hér á landi. Alla jafna eru karlar í meirihluta þeirra sem teknir eru fyrir þjófnað eða um 60 prósent karla á móti 40 prósentum kvenna.

Í nýjustu Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra má sjá kynjahlutföll í þjófnaði síðustu tólf mánuðina en konur voru í meirihluta í afbrotum tengdum þjófnaði í febrúarmánuði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur í afbrotafræðum við Háskóla Íslands,  þessar breytingar á kynjahlutföllum vera mjög áhugaverðar en þær megi án efa rekja til breyttrar hegðunar hjá körlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert