07.07.07 langvinsælasti giftingardagurinn

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
FULLYRÐA má að 7. júlí næstkomandi verði vægast sagt dagur brúðkaupanna ef marka má ásókn para í að giftast þennan dag. Svo skemmtilega vill til að 7. júlí ber upp á laugardag sem er langvinsælasti dagurinn fyrir íslensk brúðkaup og rúsínan í pylsuendanum er að sjálfsögðu ártalið og mánuðurinn. Að öllu þessu virtu má sjá að hér er komin dagsetningin 07.07.07. Prestar hafa vart undan við að bóka brúðkaup þennan dag og nú þegar er sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, pantaður í sjö hjónavígslur og getur vart tekið fleiri að sér, nema þá að kvöldi til eða um morguninn.

Í fyrra þegar dagur, mánuður og ár mynduðu talnamynstrið 06.06.06 fór varla fyrir annarri eins giftingahrinu enda bar 6. júní upp á þriðjudag og fátt um giftingar á virkum dögum.

Fara þarf aftur til ársins 2003 til að fá talnamynstrið 03.03.03 til að bera upp á laugardag og þá var talsvert um hjónavígslur hjá Vigfúsi Þór. Og ljóst er að hinn 07.07.07 mun hann leyfa óvenju mörgum brúðgumanum að kyssa brúðina. "Þetta er náttúrlega skemmtileg tala en ég áttaði mig ekki á því þegar sá fyrsti hringdi," segir hann og bætir við að sú bókun hafi komið síðla árs 2005.

Sr. Vigfús mun gefa saman hjón hér og þar á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal í sóknarkirkju sinni, Grafarvogskirkju.

Vilja endilega þennan dag

"Hjónaefni eru ekkert að leyna því að þau vilja endilega gifta sig á þessum degi," segir sr. Vigfús Þór og bendir á að starfsbræður sínir í prestastétt séu komnir með mörg brúðkaup á þeim skemmtilega degi 07.07.07. En hann neitar því ekki það sé býsna löng lota fyrir einn prest að annast 6-7 hjónavígslur á einum og sama deginum. Pör hafa verið að panta brúðkaup hjá sr. Vigfúsi jafnt og þétt í sumar og hann telur ekki ólíklegt að fleiri muni taka við sér í framhaldinu.

"Auk þess sem 7. júlí ber upp á laugardag er talan 7 heilög tala þannig að þetta er dálítið skemmtilegt."

Þetta verður í annað sinn á þessari öld sem samstætt talnamynstur lendir á laugardegi, en fyrsta skiptið var árið 2003 eins og að framan gat. Samstæð talnamynstur næstu árin koma ekki á laugardegi og því verða þeir sem vilja gifta sig 08.08.08 að láta pússa sig saman á föstudegi. Fyrir 09.09.09 yrði það miðvikudagur og 10.10.10 sunnudagur. Þeir sem vilja síðan láta gifta sig 11.11.11 verða að velja föstudag og loks kemur 12.12.12 á miðvikudegi. Þrettándi mánuðurinn er enn ekki kominn fram á sjónarsviðið og það bíður því næstu kynslóða að velja laugardag á samstæðu mynstri á næstu öld.

Í hnotskurn
Verðandi brúðhjón hafa sum hver pantað hina skemmtilegu dagsetningu 07.07.07 með meira en árs fyrirvara. Prestar sjá fram á langa lotu af hjónavígslum þennan dag. Talan sjö er heilög tala og má því ætla að pörum þyki það afar eftirsóknarvert að láta gefa sig saman 7. júlí næstkomandi. Síðasti sambærilegi hefðbundni giftingardagurinn var í mars 2003.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka