Witherspoon og Phillippe skilin að borði og sæng

Phillippe og Witherspoon mættu saman á frumsýning Flags of Our …
Phillippe og Witherspoon mættu saman á frumsýning Flags of Our Fathers í New York þann 16. október sl. Reuters

Leikarahjónin Reese Witherspoon og Ryan Phillippe hafa skilið að borði og sæng. Frá þessu greindi fjölmiðlafulltrúinn Nancy Ryder í dag. Í yfirlýsingu sem hún las í dag kemur fram að þau muni skuldbinda sig fjölskyldu sinni þrátt fyrir viðskilnaðinn. Þá óskuðu þau eftir því að fjölmiðlar myndu virða einkalíf þeirra og barnanna þeirra.

Witherspoon, sem er þrítug, og Phillippe, sem er 32ja ára, eiga saman tvö börn. Dótturina Övu, sem fæddist árið 1999, og soninn Deacon, sem fæddist árið 2003. Þau léku saman í kvikmyndinni Cruel Intention árið 1999 og giftust síðar sama ár.

Witherspoon hlaut Óskarinn í mars sl. fyrir hlutverk sitt sem June Carter í kvikmyndinni Walk the Line. Phillippe lék aukahlutverk í kvikmyndinni Crash sem var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár. Hann leikur nú eitt aðalhlutverka Flags of Our Fathers í leikstjórn Clints Eastwoods.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir