Leikstjórinn Robert Altman lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í nótt, 81 árs að aldri. Starfsferill Altmans spannaði rúm fimmtíu ár, en hann var þekktur fyrir kvikmyndir á borð við MASH, Nashville, The Player, og Prét-á-Porter. Síðasta verkefnið sem hann lauk var gamanmyndin A Prairie Home Companion, sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum vestanhafs í júní sl.