Rúmenar í mál við 20th Century Fox vegna myndarinnar um Borat

Leikarinn Sacha Baron Cohen brá sér til Ástralíu í gervi …
Leikarinn Sacha Baron Cohen brá sér til Ástralíu í gervi Borats á dögunum til þess að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar þar. Reuters

Tveir Rúmenar sem koma fram í kvikmyndinni um fréttamanninn Borat hafa farið í mál við bandaríska kvikmyndaverið 20th Century Fox, en þeir krefjast að þeim verði greiddar skaðabætur upp á 30 milljónir dala (sem jafngildir rúmum tveimur milljörðum kr.) fyrir að hafa verið lýst sem glæpamönnum og nauðgurum í kvikmyndinni.

Þeir halda því fram sagt hafi verið við íbúana í þorpinu Glod að þeir myndu leika hlutverk í heimildarmynd sem fjallar um fátækt þeirra.

Þá krefjast þeir að þau atriði sem eru með þeim í myndinni verði klippt út.

Talsmaður kvikmyndaversins, Gregg Brilliant, segir að myndin um Borat hafi ekki verið kynnt neinum í Rúmeníu sem heimildarmynd.

Brilliant segir að þorpsbúar hafi fengið greitt umfram venjulegan taxta og að þeir hafi fengið að blanda geði með leikurunum.

„Þorpið var notað til þess að lýsa skálduðu þorpi í Kasakstan. Þetta var augljóslega háðsádeila.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Stefán Friðrik Stefánsson: Borat
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir