100 ára háskólastúdent lauk loks námi

Þegar Marvin L. Northern hætti námi í Baylor háskóla í Bandaríkjunum árið 1929 átti hann einungis eftir eitt námskeið í efnafræði til að geta útskrifast. Nú í haust hélt Marvin upp á hundrað ára afmælið sitt og fagnaði um leið að hafa lokið efnafræðiáfanganum og háskólagráðunni.

Norther býr á elliheimili í Shreveport í Louisiana og gat því miður ekki verið viðstaddur útskriftina í Baylor háskóla en hann er skráður á meðal þeirra sem útskrifuðust í ár. Í nóvember var þó haldin óvænt útskrift fyrir hann í kirkjunni í Shreveport þar sem honum voru afhent skikkja, húfa og prófskírteini.

„Ég átti alls ekki von á þessu og að sjálfsögðu kann ég vel að meta þetta. Ég var alveg uppgefinn í lok dags,” sagði Northern.

Hann þurfti að hætta námi til að aðstoða fjölskyldu sína við að draga björg í bú þegar kreppan mikla skall á 1929.

Hann fékk A plús í efnafræðinámskeiðinu án þess að hafa hugmynd um það sagði Glenn Hilburn prófessor emiritus sem veitti honum gráðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka