Fá ekki leyfi fyrir áramótadansleik í Ölfushöllinni

Lögreglan á Selfossi hefur hafnað því að veita leyfi fyrir auglýstum áramótadansleik á skemmtistaðnum Tonys County í Ölfushöllinni vegna ítrekarðar vanrækslu á brunavörnum staðarins. Ef ekki tekst að finna nýtt húsnæði undir dansleikinn munu þeir sem keyptu miða í forsölu fá endurgreitt, segir rótari tónlistarmannsins Basshunter sem ætlaði að troða upp Ölfushöllinni.

„Það kemur ekki til greina að veita undanþágu fyrir ballinu, slíkt væri mjög hættulegt,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við fréttavefinn sudurland.is.

„Frá því staðnum var lokað í nóvember vegna vankanta á brunavörnum hefur ekkert verið bætt úr. Þvert á móti hefur það aðeins versnað.”

Óskar Axel Óskarsson, markaðsstjóri Flass.net sem stendur fyrir komu sænska plötusnúðarins Basshunter, segist hafa staðið í þeirri meiningu að staðarhaldarar myndu fá undanþágu frá brunavarnarmati og því ekkert því til fyrirstöðu að auglýsa tónleikana. Annað kom á daginn nú skömmu eftir jól.

„Úr því ekki náðist samkomulag milli staðarhaldara og embættismanna sitjum við uppi með heimsfrægan listamann sem við ætluðum að leyfa Sunnlendingum að njóta,” segir hann en auk Basshunter áttu Ingó Idolstjarna og Veðurguðnir að stíga á stokk.

Til baka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka