Cowell hafnar gagnrýni á „illkvittni“ í American Idol

Simon Cowell.
Simon Cowell. Reuters

Framleiðendur þáttanna American Idol hafna þeirri gagnrýni að aldrei hafi verið meiri illkvittni í þáttunum en í nýjustu seríunni, sem hófst á þriðjudaginn. Einn dómaranna, hinn alræmdi Simon Cowell, sagði einn keppandann líta út eins og „frumskógardýrin með risastóru augun ... hálfapar“.

Rúmlega 37 milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust með fyrsta þættinum í nýju seríunni, og hefur áhorf á þættina aldrei verið meira. Cowell sagði við fréttamann: „Þeir sem þola ekki að heyra svonalagað eiga ekki að taka þátt.“

Cowell sagði að hálfapalíkingin hefði verið alveg óundirbúin. Ef keppandanum væri misboðið „biðst ég afsökunar. Það er ekki víst að ég kalli neinn hálfapa aftur.“

Ken Warwick, framleiðandi þáttanna, sagði að áhorfendur vildu fá að sjá þá söngvara sem stæðu sig verst. „Það eru verstu söngvararnir sem auka áhorfið mest,“ sagði Warwick.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson