Farsímar fara að snúast meira um hönnun en tækni

Reuters

Farsími með snertiskjá í stað hefðbundinna takka, hannaður í samstarfi við LG í Suður-Kóreu, hefur nú bæst við aukahlutalínu ítalska tískufyrirtækisins Prada.

Tomaso Galli, talsmaður Prada, sagði að síminn væri til marks um áhuga á þjóðfélagsstöðu og ímynd, einkum hjá konum.

„Við teljum að símar séu fylgihlutir sem fari að snúast sífellt meira um hönnunina, og síður um tæknilegu hliðina,“ sagði Galli.

Síminn mun kosta um 600 evrur, eða sem svarar um 54.000 krónum, í einföldustu gerð, og á að koma á markað í Evrópu í lok febrúar.

Galli segir að Prada sé ekki að feta í fótspor annarra hátískuhúsa sem tekið hafa höndum saman við símaframleiðendur til að blanda saman hátísku og hátækni.

„Hinir hafa bara breytt um lit á símanum og bætt nafninu sínu á hann. Við erum aftur á móti að setja á markað nýja vöru,“ sagði hann. Öll hönnun, bæði útlits og notendaviðmóts, hafi verið unnin í samstarfi við LG.

Undir merkinu Vertu býður Nokia upp á „Signature Cobra“ síma, sem eru hannaðir í samstarfi við Boucheron og skreyttir demöntum og rúbínum og kosta 270.000 evrur, eða 24 milljónir króna. Einungis munu verða framleidd átta stykki.

Dolce & Gabbana hafa tekið höndum saman með Motorola og bjóða gyllta og silfurlita síma með vörumerki sínu á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir