Spænsk fegurðardrottning dæmd úr leik fyrir að vera móðir

Jafnan sýnist sitt hverjum varðandi ágæti fegurðarsamkeppna.
Jafnan sýnist sitt hverjum varðandi ágæti fegurðarsamkeppna. Reuters

Spænsk fegurðardrottning var dæmd úr leik tveimur vikum eftir að hún var krýnd sem sigurvegari í fegurðarsamkeppni, en ástæðuna má rekja til þess að í ljós kom að hún átti þriggja ára gamlan son. Málið hefur valdið miklum deilum á Spáni í dag, og hafa vinstriflokkarnir og ýmsar kvennahreyfingar gagnrýnt þetta harðlega.

Angela Bustillo, sem er 22ja ára gömul, segist ætla að höfða mál gegn skipuleggjendum Ungfrú Cantabria-keppninnar, en keppnin dregur nafn sinn af héraði á norðurhluta Spánar þar sem hún fer fram.

Hún segir að reglunar, sem meina ófrískum konum að keppa sem og konum sem hafa þegar eignast börn, mismuni kynjum þar sem reglurnar eigi ekki við þátttakendur í Herra Cantabria-keppninni, en það eru sömu skipuleggjendur sem koma að báðum keppnunum.

„Ég vissi hverjar reglurnar voru en þær virtust vera svo furðulegar að ég hugsaði með mér: „Þetta hlýtur að vera eitthvað frá áttunda áratugnum sem hefur ekki verið uppfært í takt við nútímann,““ sagði Bustillo, sem hefur áður tekið þátt í keppninni.

Sósíallistaflokkurinn á Spáni, sem heldur um stjórnartaumana í landinu, sagði að „það verður að berjast gegn kynjamismunun sem þessari“, en Kvennastofnunin, sem er grein af verkamannaráðuneytinu, hvatti skipuleggjendur keppninnar að breyta ákvörðun sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir