Læknar telja Britneyju haldna fæðingarþunglyndi

Britney Spears eftir að hún snoðklippti sig.
Britney Spears eftir að hún snoðklippti sig. AP

Læknar á Promises-stofnuninni í Malibu þar sem Britney Spears er nú í meðferð telja að hún hafi lagst í drykkju vegna fæðingarþunglyndis.

Slúðurvefurinn TMZ.com hefur eftir heimildamanni að læknar telji þetta líklega ástæðu fyrir atferli söngkonunnar undanfarið, en einnig telji þeir koma til greina að hún sé haldin tvíhverfri lyndisröskun.

Britney eignaðist son, Jayden James, í september, eða réttu ári eftir að hún eignaðist fyrsta barn sitt, Sean Preston.

Fregnir herma að hún sé nú að lesa bók Brooke Shields, Down Came the Rain, þar sem Shields segir frá sinni eigin baráttu við fæðingarþunglyndi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir