Hemingway og Dietrich sendu hvort öðru ástarbréf

Marlene Dietrich.
Marlene Dietrich.

30 BRÉF og símskeyti sem bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway og þýska söng- og leikkonan Marlene Dietrich sendu hvort öðru hafa nú verið dregin fram í dagsljósið.

Má úr þeim glögglega lesa að þau voru ástfangin. Hemingway kallar Dietrich „dóttur" og "litla Þjóðverjann" sinn. Dietrich kallar hann „pabba" eða „Papa" en Hemingway gekk oft undir því gælunafni þegar hann bjó á Kúbu.

Dóttir Dietrich, Maria Riva, veitti nýverið leyfi fyrir því að bréfin yrðu birt. Þau hafa verið í geymslu í Kennedy-bókasafninu í Boston í 15 ár, eða allt frá því Dietrich lést.

Of heitt til að njóta ásta

"Ósamrýmd ástríða" kom í veg fyrir að þau gætu notið ásta, eins og Hemingway orðar það. Dietrich og Hemingway urðu ástfangin þegar þau hittust um borð í frönsku farþegaskipi árið 1934.

Í einu bréfa sinna til Dietrich segist Hemingway elska hana, halda henni fast upp að sér og kyssa hana af áfergju.

Í öðru bréfi frá þeim tíma er hann var að skrifa „Gamla manninn og hafið", árið 1951, segir hann Dietrich að of heitt sé á Kúbu til að njóta ásta nema þá í vatni. Hann hafi hins vegar aldrei verið góður í því.

Dietrich segir frá því í bréfi til Hemingway að hún hugsi um hann öllum stundum og hafi hengt upp mynd af honum í svefnherbergi sínu sem hún horfi á hjálparvana.

Hemingway þjáðist af þunglyndi allt sitt líf og ræða þau Dietrich um það í bréfunum. Hemingway segir þau bæði eiga erfitt líf að baki. „Ég á ekki bara við stríð. Stríð eru spínat. Daglegt líf er það erfiðasta," skrifar Hemingway. Til stendur að gefa út bréf Hemingway og Dietrich á bók.

Ernest Hemingway.
Ernest Hemingway.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen