Nylon á vinsælasta lag landsins

Ragnheiður Traustadóttir, Ásta Kristín Einarsdóttir og Margrét Hera Hauksdóttir skipa …
Ragnheiður Traustadóttir, Ásta Kristín Einarsdóttir og Margrét Hera Hauksdóttir skipa söngflokkinn Nylon. mbl.is/Eggert

Töluverðar breytingar hafa orðið á vinsælustu lögum landsins frá því í síðustu viku. Stúlknasveitin Nylon situr nú á toppi Lagalistans með lagið „Holiday" og hefur því ýtt drengjasveitinni Take That úr efsta sætinu. Þá vekur mikla athygli að hljómsveitin Sprengjuhöllin stekkur upp um 17 sæti, fer úr 20. sætinu í það þriðja með lagið „Verum í sambandi", en sveitin hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi um landið ásamt Samfylkingunni.

Nú styttist óðum í Evróvisjón, en undankeppnin fer fram í Helsinki eftir rétta viku. Fólk virðist vera farið að átta sig á því hversu stutt er í stóru stundinu því ensk útgáfa af framlagi Íslendinga, „Valentine Lost", stekkur beint í fjórða sætið. Íslenska útgáfan er þó enn á listanum og situr nú í tólfta sæti.

Þá kemur Garðar Thor Cortes beint inn í áttunda sætið með lagið „Luna", en hugsanlega er sú athygli sem Garðar hefur vakið í Bretlandi sé farin að skila sér til Íslands. Loks ber að minnast á lagið „Desecration Smile" sem er nýjasta smáskífulag Red Hot Chili Peppers, en lagið er nýtt á lista í tíunda sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka