Tarantino lætur herramennskuna lönd og leið

Tarantino á fréttamannafundi í Tókýó í dag.
Tarantino á fréttamannafundi í Tókýó í dag. Reuters

Íslandsvinurinn Quentin Tarantino sagðist í dag hafa látið alla herramennsku lönd og leið við gerð nýjustu myndar sinnar, „Death Proof,“ og gefið órum sínum um konur lausan tauminn. Hingað til hafi hann sem leikstjóri alltaf gætt fyllstu herramennsku í garð kvenna.

Við gerð nýju myndarinnar hafi hann sótt innblástur til svokallaðra „grindhouse“-kvikmynda frá sjöunda áratugnum, og þá hafi hann ákveðið að „senda herramanninn heim.“ Það væri ekki skemmtilegt að „horfa á grindhouse-mynd gerða af herramanni.“

Þvert á móti, til að gera slíka mynd þurfi mann sem „finnst konur æsandi og kynþokkafullar og sýnir þær á mesta mögulega kynæsandi hátt,“ sagði Tarantino í Tókýó í dag.

„Death Proof“ fjallar um tvær konur sem leita hefnda gegn raðmorðingja, leiknum af Kurt Russell.

Tarantino varaði áhorfendur við því að sínar eigin hugmyndir um hvað sé kynæsandi kunni að vera öðru vísi en þeirra hugmyndir. „Það sýnist sitt hverjum um hvað er kynþokkafullt. En þetta er mín mynd, ekki ykkar mynd ... Þið sjáið hana með mínum augum.“

Hann sagði túlkun sína á kvenpersónum hafa mótast af því, að hann ólst upp hjá einstæðri móður. „Ég ólst að mestu leyti upp við að það væri ekkert sem karlmenn gætu gert sem konur gætu ekki gert.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir