Söngstund á Sögu

Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir.
Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson - traustis@bladid.net
Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason eru meðal þeirra sem troða upp á Hótel Sögu næstu vikur með söngskemmtun í hæsta gæðaflokki. Bæði hafa þau nýlokið við gerð jóladiska og hefur sjaldan verið jafn annasamt hjá þeim og nú.

„Þetta er svona skemmtun sem spannar alla tónlistarsöguna, nánast frá því að hótelið var opnað. Við tökum Abba-lögin, Bítlana, Bjarni Ara tekur Elvis og Tom Jones-lög og Hara-systur koma síðan ferskar inn með svolítið meira „physical" nálgun á sviðsframkomuna en hjá okkur heldra liðinu! Raggi Bjarna verður þarna með okkur, en hann virðist bara fara batnandi með árunum, er alveg ótrúlegur kallinn. Saman koma þarna því þrjár kynslóðir á sviðinu, sem er nú ekki amalegt!

„Ég hef nú verið eitthvað lítið þarna síðan Sumargleðin hætti," segir Raggi og hlær. „Mér varð einmitt hugsað til þess í gær, þegar ég labbaði upp tröppurnar, hversu oft ég hefði nú farið um þessar blessuðu tröppur! Sumir hafa sagt að ég sé jafnvel orðinn að einni súlunni í Súlnasal! En það er voðalega gaman að vera kominn þarna aftur, því ég á margar góðar minningar þaðan."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir