Leikstjórinn Wayne Wang, frá Hong Kong, fékk í dag verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian, sem nú er haldin í 55. sinn. Verðlaunin fékk hann fyrir kvikmyndina „A Thousand Years of Good Prayers, sem gerð er eftir samnefndri sögu rithöfundarins Yiyun Li.
Kvikmyndin var ein af sextán sem kepptu um gullskelina, helstu verðlaun hátíðarinnar. Formaður dómnefndar var enginn annar en rithöfundurinn Paul Auster, en Wang vann með honum að myndunum Smoke og Blue in the Face.