Sala á gælurottum hefur aukist gríðarlega í Frakklandi í kjölfar teiknimyndar um frönsku rottuna Ratatouille sem á sér þann draum að gerast matreiðslumeistari en rotta í eldhúsinu er vægast sagt litin hornauga og Ratatouille litli þarf að berjast við fordóma fólksins.
Félag gælurottueigenda í Frakklandi segist hafa fengið um 50 heimsóknir á klukkustund á vefsíðu sína fyrir myndina en núna eru þær um 400.
BBC skýrir frá rottuæðinu í Frakklandi og varar breska lesendur við því að rottur séu félagslyndar og henti að mörgu leyti sem gæludýr en ungbarnaforeldrar þurfi að átta sig á því að rottur séu mjög afbrýðissamar og þurfi næga athygli.