Owen Wilson mætti á frumsýningu The Darjeeling Limited

Úr myndinni The Darjeeling Limited
Úr myndinni The Darjeeling Limited AP

Leikarinn Owen Wilson kom í fyrsta skipti fram á opinberlega í gærkvöldi eftir að hafa reynt að taka eigið líf í lok ágúst. Wilson mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar The Darjeeling Limited í Los Angeles. Wilson leikur í myndinni ásamt Adrien Brody, Anjelica Huston og Jason Schwartzman. Leikstjóri myndarinnar er Wes Anderson.

Áður en sýning myndarinnar hófst kynnti Anderson Wilson sem vin sinn til margra ára og samstarfsmann. Sagðist Anderson aldrei hafa gert kvikmynd án þess að Wilson léki í henni og hann vonaðist að til þess kæmi aldrei.

Meðal kvikmynda sem þeir hafa unnið saman að eru:Bottle Rocket, Rushmore og Tenenbaums.

Í The Darjeeling Limited leika þeir Wilson, Brody og Schwartzman þrjá bræður sem ferðast með lest á Indlandi.

Um The Darjeeling Limited

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Gunnhildur Hauksdóttir: Mont
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir