Meðlimir írsku hljómsveitarinnar Westlife hafa gagnrýnt stúlkurnar í bresku hljómsveitinni Spice Girls fyrir að lifa á fornri frægð en von er á nýjum breiðskífum beggja hljómsveita í nóvember. „Það gat enginn keppt við Kryddpíurnar fyrir tíu árum en við kepptum reyndar við þær fyrir átta árum og bárum sigur úr býtum,” segir Mark Feehily. “Við lifum ekki í fortíðinni.”
„Já, við gáfum út plötu á sama tíma og þær og við höfðum betur,” bætir Shane Filan við og vísar þar til þess að síðast er hljómsveitirnar gáfu út breiðskífur á sama tíma seldist plata Westlife Coast í 160.000 fleiri eintökum en plata Spice Girls Forever. „Fyrst eftir að þær komu fram gat enginn keppt við þær en það á ekki við núna,” bætir hann við.
Þá segir Nicky Byrne augljóst að Kryddpían Bel C hafi horn í síðu Westlife. „Ég hef ekkert á móti þeim persónulega en ætli Mel C að fara að tjá sig og ráðast á okkur og fjölskyldur okkar persónulega þá verður þetta sannarlega persónulegt."