„Fullt af berum strákum og allt að gerast“

Steini Díva og félagar hans.
Steini Díva og félagar hans. mbl.is/Sverrir

Í kvöld verður skemmtistaðurinn Black opnaður í Lækjargötu þar sem Litli ljóti andarunginn var til húsa þar til nýlega. Þorsteinn Blær Jóhannsson, betur þekktur sem dragdrottningin Blær og best þekktur sem Steini Díva, verður skemmtanastjóri á staðnum. „Þetta er homma- og lesbíustaður. Þarna verður farið aftur í gamla Spotlight-fílinginn,“ segir Steini.

Haldið verður upp á opnunina með partíi þar sem plötusnúðarnir Eva og Birna sjá um að halda uppi stuðinu. „Það verður fullt af berum strákum og allt að gerast,“ segir Steini. Gleðin hefst klukkan tíu og allir eru velkomnir. Framvegis verður Black síðan opinn frá klukkan sex til eitt á virkum dögum og fram á nætur um helgar.

Allskonar uppákomur

Í skemmtanaflóru Reykjavíkur hefur vantað alvöruskemmtistað fyrir homma og lesbíur, þótt sumir skemmtistaðir bjóði samkynhneigða sérstaklega velkomna. Á Black verður dæminu snúið við, staðurinn verður fyrst og fremst fyrir homma og lesbíur, en gagnkynhneigðum er velkomið að kíkja í heimsókn. „Fólk er rosa spennt fyrir þessu, á Íslandi hefur ekki verið svona „gay-staður“ lengi eins og í útlöndum. Það hefur eiginlega ekkert verið síðan Spotlight var lokað. Það er náttúrlega bara svo mikið af samkynhneigðu fólki á Íslandi að þetta vantar hreinlega. Við ætlum að vera með dragsýningar og allskonar uppákomur, bera barstráka og þemakvöld.“

Blær leggur staðinn undir sig

Steina vefst tunga um tönn þegar hann er spurður nánar út í þemakvöldin. „Ó, guð! Það er búið að vera svo ógeðslega mikið að gera þannig að ég er bara ekki búinn að plana það. En það verður eitthvað rosalega skemmtilegt.“

Blær, hliðarsjálf Steina, var krýnd dragdrottning Íslands í ágúst. En fær hún hlutverk við hæfi á Black? „Já, auðvitað! Hún verður þarna oft og leggur undir sig staðinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka