Golden Globe-hátíðinni aflýst

Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem átti að vera í Beverly Hills á sunnudag, hefur verið aflýst og í stað hennar verður haldinn blaðamannafundur þar sem verðlaunahafarnir verða kynntir. Er ástæðan sú, að leikarar höfðu ákveðið að sniðganga hátíðina og sýna þannig handritshöfundum stuðning en þeir eru í verkfalli.

Blaðið LA Times birti frétt þessa efnis á fréttavef sínum í kvöld og vitnaði í tölvupóst, sem sjónvarpsstöðvar sendu kvikmyndaverum. Þar kemur fram að hætt hefur verið við hátíðarkvöldverð og verðlaunahátíð en þess í stað verður blaðamannafundur.

Leikarafélagið í Hollywood tilkynnti á föstudag, að félagar þess myndu ekki brjótast gegnum raðir verkfallsmanna á sunnudag en handritshöfundar eiga í kjaradeilu við framleiðendur.

Blaðið segir, að skipuleggjendur Golden Globe hátíðarinnar hafi náð samkomulagi við félag erlendra fréttamanna í Hollywood, sem ákveður verðlaunahafa, um að verðlaunin verði veitt óformlega á sunnudag.

Handritshöfundarnir hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Helsti ásteytingarsteinninn í deilunni er sú krafa þeirra, að þeir fái hlutdeild af ágóða af sölu sjónvarpsþátta og kvikmynda á netinu og í öðrum nýmiðlum.

Vegna verkfallsins liggur vinna við marga sjónvarpsþætti niðri og fresta hefur þurft framleiðslu á nokkrum kvikmyndum í Hollywood.

Um 20 milljónir manna horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá Golden Globe …
Um 20 milljónir manna horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá Golden Globe hátíðinni í fyrra. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka