Jafningjar rífast meira

mbl.is/Kristinn

Rannsóknir fræðimanna við Umeå- háskóla í Svíþjóð benda til þess að sambönd jafningja endist betur en sambönd sem byggð eru á hefðbundnum kynjahlutverkum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að pör sem skipt með sér ábyrgð bæði inni á heimilinu og úti í samfélaginu rífast mun meira en pör sem sinna hefðbundnum kynjahlutverkum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Pör sem eru í jafningjasamböndum rífast meira en pör sem lifa samkvæmt hefðbundnum kynhlutverkum,” segir Björn Halleröd, prófessor í félagsfræði við Umeå-háskóla. „Í fjölskyldum þar sem fólk deilir með sér ábyrgðinni á heimilinu og börnum þarf fólk stöðugt að vera að semja um það hver á að gera hvað og það leiðir oftar til átaka.”

Hann segist þó ekki telja vænlegt fyrir pör í slíkum samböndum að reyna að draga úr átökum með því að leita í hefðbundin kynjahlutverk. „Stefni fólk á stöðugleika í fjölskyldulífinu á það tvímælalaust að halda áfram að berjast fyrir jafnræði. Fólk ætti þó ekki að ímynda sér að það takist án átaka," segir hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir