Kvikmyndaleikarinn og leikstjórinn Woody Allen hefur farið í mál við fatafyrirtækið American Apparel fyrir að nota mynd af sér í leyfisleysi.
Allen segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi aldrei haft samband við sig um að nota myndir af sér á auglýsingaspjöld eða netauglýsingar. Notast var við mynd af Allen frá 1977 úr mynd hans Annie Hall.
Í ákærunni kemur m.a. fram að Allen sé ekki hlynntur varningi sem framleiddur er í Bandaríkjunum og fyrirtækið American Apparel hafi aldrei borgað honum fyrir að nota myndir af sér í auglýsingaskyni. Allen krefst 10 milljón dala í skaðabætur, að því er fram kemur á kvikmyndavefnum IMDB.