Tölvuþrjótur braust inn á heimasíðu Marskannans Fönix í nótt og breytti texta þar. Talsmaður leiðangursins segir, að tölvuþrjóturinn hafi fjarlægt texta, sem settur var inn á síðuna í gærkvöldi, og sett einkennisstafi sína og óviðkomandi tengla í staðinn
Háskóli Arizona hýsir síðuna og var hún tekin úr sambandi á meðan sérfræðingar skólans yfirfóru hana.
Fönix lenti á Mars sl. sunnudag en farinu er ætlað að leita að vísbendingum um hugsanlegt líf á plánetunni.