Vilja opna safn tileinkað Tónaflóði

Julie Andrews í Tónaflóði
Julie Andrews í Tónaflóði

Ferðamálayfirvöld í Austurríki hafa áhuga á að opna safn í Salzburg tileinkað kvikmyndinni Tónaflóðið, Sound of Music, þar sem Julie Andrews og Christopher Plummer fóru með aðalhlutverkin.

Austurríska von Trapp fjölskyldan sem fjallað er um í kvikmyndinni frá árinu 1965 bjó í Salzburg áður en hún flúði heimili sitt í seinni heimstyrjöldinni.

Telja ferðamálayfirvöld að safnið hefði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að um 140 þúsund gestir myndu heimsækja safnið, ef það verður að veruleika, á ári. 

En það eru ekki allir sáttir við hugmynd ferðamálayfirvalda. Yfir 600 íbúar í nágrenni húss von Trapps fjölskyldunnar hafa ritað undir skjal þar sem þeir krefjast þess að safnið verði ekki til húsa í nágrenninu þar sem fjöldi ferðamanna myndi tefja umferð um hverfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir