Los Angeles Times birti á netinu viðtal við Anitu Briem og umfjöllun um hasarmyndina sem byggð er á sögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls eða Journey to the Centre of the Earth 3D sem er þrívíddarmynd sem James Cameron framleiðir.
Anita segist trúlegast hafa mætt 25 sinnum í prufur fyrir myndina og telur sig þar með hafa slegið met Cameron Diaz sem þurfti að koma ítrekað í prufur fyrir myndina The Mask.
Aníta segist óhrædd og ófeimin enda með víkingablóð í æðum og lýsir því hvernig hún lét sig viljandi síga niður undir yfirborð vatnsins þar sem hún átti að líta út fyrir að vera að drukkna en orðið svo skelkuð þegar skyndilega réðust að henni átta menn í kafarabúningum að hún sparkaði í andlitið á einum þeirra. Síðar kom í ljós að þetta voru kafarar settir í vatnið til öryggis og vildu bjarga henni frá votir gröf.
Kaldari og fjarlægari en Ísland
Aníta fær ekki mjög góða dóma á vefsíðu Bloomberg's, á þeim bæ finnst þeim þessi útgáfa af sögu Vernes ekki góð og segja Anítu vera „kaldari og fjarlægari á hvíta tjaldinu en föðurland hennar, Ísland."
Myndin fær eigi að síður 2 og hálfa stjörnu og hrós fyrir góða þrívíddarskemmtun.