Michael Caine heiðraður í Hollywood

Michael Caine brosti til ljósmyndaranna eftir að hann hafði lagt …
Michael Caine brosti til ljósmyndaranna eftir að hann hafði lagt hendur sínar í steypuna. Reuters

Breski stórleikarinn Michael Caine var heiðraður í Los Angeles í dag þegar steypumót voru tekin af höndum hans og fótum fyrir framan Graumans Chinese Theatre í dag. Hann er þar með kominn í hóp frægra Hollywood-stjarna sem hafa verið heiðraðar með þessum hætti.

Fjölmenni var viðstatt þegar Caine, sem er 75 ára, heiðraður fyrir fram hið fræga kennileiti Los Angeles.

Caine hefur tvisvar hlotið Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki, eða fyrir leik sinn í kvikmyndunum Hannah and Her Sisters og The Cider House Rules. Caine mun næst sjást í framhaldsmyndinni um Leðurblökumanninn, en þar leikur hann þjóninn Alfred. Myndin verður frumsýnd 18. júlí nk.

Leikarinn, sem fæddist í London, var sleginn til riddara árið 2000. Hann hefur alls hlotið sex Óskarstilnefningar.

Caine hefur leikið í yfir 100 myndum, og hefur ferill hans spannað yfir hálfa öld. 

Steypumót af höndum og fótum rúmlega 200 leikara, og Star Wars vélmenna, má sjá við kvikmyndahúsið fræga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka