Bandaríski leikarinn Shia LaBeouf átti ekki sök á árekstri, sem hann lenti í aðfaranótt sunnudags í Hollywood. Leikarinn reyndist samt vera undir áhrifum áfengis og mun væntanlega sæta ákæru vegna þess.
Talsmaður lögreglustjóraembættis Los Angelesborgar sagði í kvöld, að ökumaður bílsins, sem LaBeouf ók á, hafi ekið gegn rauðu ljósi og hafi því átt sök á árekstrinum. Hann verður einnig ákærður.
LaBeouf slasaðist á hendi og gekkst undir aðgerð. Isabel Lucas, 23 ára áströlsk leikkona sem var farþegi í bíl LaBeoufs, meiddist einnig.